ég er aðeins búin að ná mér eftir litla dramakastið hér á undan. :)
ég fór á sálfræðifyrirlestur í dag um þunglyndi sem VAKA stóð fyrir. þetta var hin ágætasti fyrirlestur en merkilegast fannst mér konan sem var með bipolar, vá hvað hún var skrýtin.. en það sem ég held að mér hafi þótt skrýtnast við hana er það hvað mikið af hugsunum sem hún lýsti við áttum sameiginlegar...ekki misskilja, ég held ekki að ég sé haldin geðhvörfum og ég veit að mikið af mínum hugsunum eru "eðlilegar" eða allavega shared by many, en þetta var svona frekar merkilegt fannst mér.
ég er búin að taka að mér að vera PR hans Andra og er byrjuð með áróður og að dreifa flyerum og barmerkjum um bæinn , Vaka skal vinna og já...ef þú færð hjá mér svona blómamerki og ert í háskólanum þá færðu ókeypis bjór alla föstudaga....gott að þekkja mig, hah?!....
annað í fréttum er það að ég er að fara á IDOL í Smáralindinni á morgun, já ég veit hvaða komment eru að fljúga og frussast á skjáinn en Anna Kristín fékk boðsmiða og bauð mér að sjálfsögðu með þannig að við ætlum að mæta á IDOL með stóra mynd af Kalla Bjarna og Hjálmum....hahaha, við erum svo fyndnar. við erum meira segja komnar með stefið á hreint og stynjum það við hvert tækifæri, uh uh uh wowoohhhh.....
ef fólk kaupir nýjustu Vikuna mun það sjá mynd af frekar óspennandi manni og eflaust fínni konu sem er nú hans kona. mér finnst ég knúin að upplýsa almenningu um það hversu mikill sori þessi maður er áður en fjárfest er í blaðinu og nýjasta ástarævintýrið í Séð&heyrt lofsamað. Þannig er mál með vexti að þessi maður er alger geðsjúklingur sem er á ekki alveg nógu sterkum lyfjum og ætti að loka inn langt frá öðru fólki...já hann heitir Tómas og er kokkur á Broadway. Þessi maður hann stal svo feitast af veitingastað mömmu minnar og misþyrmdi og hótaði starfsfólki áður og lét sig svo bara hverfa og mætti ekki aftur til vinnu meir, ekki það að hann hafi verið velkominn aftur en það hefði verið smart að láta allavega vita af uppsögn.
Ég hvet alla til að bera áfram sorann um þennan mann, hann fær ekki annan sjens hjá mér, ég gæti haldið áfram með milljón billjón geðsjúklinga sögur en ég læt hér við sitja, ef þið sjáið hann úti á götu myndi ég íhuga vel að skipta um vegarhelming.
ég þarf að fara að þjóta í vinnuna, smá mál í gangi þar, er líka farin að langa í núðlur. ég eldaði sorry excuse fyrir pasta áðan sem eiginlega leit út eins og einhver hefði ælt á það eftir mikla ostaneyslu með dassi af táfýlulykt, ekki nógu spes.
vikan er búin að líða í ruglingslegu sms og msn crappi og vona ég að ég nái að fókuserast í næstu viku, laus við dramann sem á það til að fylgja sokkum og öðrum fótbúnaði.
kveð að sinni, hver veit nema andinn komi yfir mig í kvöld
p.s. ég fann aldreiland
fimmtudagur, janúar 27
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
já takk fyrir það Kidda mín...
maðurinn:
*stal hlutum af veitingastaðnum
*laug að yfirmanninum sínum
*andlega misþyrmdi starfsfólki
*fór óvarlega með ónefnt grænmeti sem býður þess ekki bætur
*reyndi að drepa fólk með vanelduðum mat
en já, verði henni og börnunum að góðu....
Skrifa ummæli